Sjálfbær endurnýjanleg orka virðiskeðjur til að svara þörfum bænda

VALUE4FARM er samstarfsverkefni 14 evrópskra samstarfsaðila stýrt af Inagro á Spáni og styrkt með 6,3 milljónum evra af ESB - Horizon Europe rannsóknar og nýsköpunar áætluninni. Value4Farm verkefnið miðar að því að minnka notkun jarðefniseldsneytis í landbúnaði með því að sameina sjálfbæran landbúnað og endurnýjanlega orkuframleiðslu til að mæta þörfum bænda hvað varðar rafmagn, hita, flutninga, nýtingu hliðarstrauma og landrýmis. Til að raungera þessi áform mun Value4Farm þróa sýnidæmi í þremur staðbundnum virðiskeðjum sem byggja á framleiðslu á endurnýjanlegri orku.

Uppgötvaðu UPPLÝSINGAR um verkefnið

Upphaf 1. september 2023

Lok febrúar 2027

Meginmarkmið verkefnisins

Að draga úr kolefnisfótspori landbúnaðargeirans og hvetja til staðbundinnar endurnýjanlegrar orkuframleiðslu og nýtingu hennar, sem einnig getur ýtt undir jákvæða byggðaþróun. Að draga fram samlegðaráhrif og ávinning í landbúnaði með því að tengja saman staðbundna og sjálfbæra orkuframleiðslu og orkunotkun en það felur yfirleitt í sér þó nokkrar áskoranir, ekki síst hátt verð á tækjum og tæknibúnaði eða val á milli orkugjafa þ.e.a.s orkuinnihalds þess sem er ræktað og þess sem hentar til fæðuframleiðslu. Þetta á sérstaklega við um smábýli. Value4Farm mun tefla fram sýnidæmum á þremur staðbundnum virðiskeðjum sem byggja á endurnýjanlegri orkuframleiðslu þar sem orkugjafinn er annars vegar sólarorka og hins vegar lífgas. Meginmarkmiðið er að tengja saman sjálfbærni í matvælaframleiðslu og framleiðslu á endurnýjanlegri orku.

graphic

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum

is_ISIcelandic