HELMHOLTZ GMBH – Þýskaland

Tegund stofnunar: Samstarfsverkefni.

Ríkisstofnun

Stutt lýsing

Helmholtz Center for Environmental Research (UFZ) er aðildarstofnun að Helmholtz Association, stærstu vísindasamtökum Þýskalands. Leiðarljós UFZ er að rannsaka innbyrðis tengsl manneskju og náttúru vegna hnattrænna umbreytinga. Umfang rannsókna beinist að því að greina hvernig hægt er að nýta lykil náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt í þágu velferðar manna og umhverfis. Rannsóknahópur um kerfislæga greiningu lífhagkerfisins (SABE) við UFZ sérhæfir sig í umbreytingum í átt að lífrænu hagkerfi. Rannsóknir beinast að lífsferlum til að skilja og meta lífhagkerfin.

Lýsing á hlutverki:

UFZ ber ábyrgð á að leiða greiningu reglugerðarramma í WP1 og mati á hagræðingu og bestun virðiskeðja í WP4. Framlag UFZ mun upplýsa og styðja við þróun ræktunarleiðbeininga sem byggja á endurnýjanlegum efnisstraumum í WP2 sem hefur að leiðarljósi stefnur í einstökum ESB löndum sem eiga að stýra og örva endurnýjanlegar virðiskeðjur í landbúnaði. WP4 mun meta umhverfislegar, tækni-hagfræðilegar og félagslegar víddir skilgreindra virðiskeðja og veita hagsmunaaðilum leiðbeinandi þekkingu með ráðleggingum um stefnu og stuðning við ákvarðanatöku.

Tengill á vefsíðuna
partner related image

Main contact

Christina Zinke

is_ISIcelandic