Ríkisstofnun
IUNG-PIB sinnir vísindarannsóknum og heyrir undir landbúnaðar- og byggðaþróunarráðuneytið í Póllandi. Aðalaðsetur stofnunarinnar er í hinni sögulegu Czartoryski fjölskylduhöll í Puławy. Stofnunin samanstendur af 11 vísindadeildum og 11 rannsóknastöðvum sem staðsettar eru víðsvegar um Pólland. Helstu rannsóknasvið IUNG eru: jarðvegsfræði og jarðvegskortagerð; landbúnaðar-veðurfræðirannsóknir, áburður og áburðarstjórnun; jarðvegsvinnsla og skiptirækt, ræktun nytjaplantna, fóðurræktun, ræktun orkuríkra plantna, lífhagkerfi; skipulag og hagfræði ræktunar; minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda; mat á áhrifum CAP; stjórnun illgresis í ræktun; kynbætur og ræktun humla og tóbaks; valin viðfangsefni úr örverufræði landbúnaðar og lífefnafræði.
IUNG-PIB tekur þátt í nokkrum aðgerðum verkefnisins og ber m.a. ábyrgð á yfirfærslu og innleiðingu nýjunga meðal bænda. IUNG-PIB mun í samvinnu við bændur og hagsmunaaðila skipuleggja þjálfun til að auka hagkvæma framleiðslu á lífgasi í Póllandi og ESB. Einnig verður fylgst með áhrifum á landbúnaðarkerfi sem tengjast lífgas og áburðarframleiðslu og áhrif þessa á umhverfi, líffræðilegan fjölbreytileika og jarðvegsgæði. IUNG-PIB mun aðstoða við að safna gögnum um þarfir bænda og taka þátt í því að greina hindranir sem og tækifæri til uppbyggingar lífgasverksmiðjum í Póllandi þ.m.t. að safna saman hópi bænda sem hafa áhuga á lífmetani og endurnýjanlegri orkuframleiðslu.. IUNG-PIB mun einnig miðla niðurstöðum verkefnisins á virkan hátt til almennings (WP6).
awitorozec@iung.pulawy.pl