Sýningardæmi #3: Ítalía
Context:
Lífmetanmyndunarferlið krefst venjulega umtalsverðrar orku, sem oft er fengin úr jarðefnaeldsneyti. Til að stuðla að nýrri tækni sem byggir á endurnýjanlegri orku og hverfa þannig frá hefðbundnu ferli metanframleiðslu úr jarðefnaeldsneyti, er nauðsynlegt að kanna samhæfni þessara nýju ferla við ríkjandi framleiðsluferla í landbúnaði. Sýnidæmið mun rýna málamiðlanir sem tengjast því að nota landbúnaðarland til orkuframleiðslu, svo sem að meta valkosti orkugjafa í samgöngum þ.e.a.s með rafmagni eða lífmetani og að taka með í reikninginn samkeppnissjónarmið og forgangsröðun í matvæla- og fóðurframleiðslu og í samhengi áskorana í orkuframleiðslu og landbúnaði.
Hvaða lausnir verða þróaðar?
talska sýnidæmið leggur áherslu á þrjár rannsóknir sem miða að því að stuðla að víðtækri innleiðingu sjálfbærrar landbúnaðarkerfa sem samþætta endurnýjanlega orku og matvælaframleiðslu. Í gegnum þrjú sýnidæmi þar sem tvær sviðsmyndir verða skoðaðar: i) hvernig á að framleiða þá raforku sem nauðsynleg er til framleiðslu á lífmetani og ii) hvernig hægt er að auka og hámarka beislun sólarorku á miðlungs og stórum skala (>20 ha) til að auka tækifæri til nýtingar á endurnýjanlegri orku í landbúnaði og jafnframt selja rafmagn inn á dreifikerfið..
Hver er tilgangurinn og markmiðin?
Tilgangur verkefnisins felst í því að efla orkusjálfstæði ræktunarkerfa. Einkum munu UCSC og REM sýna fram á bestu samsetningu ræktunar og sólarorkulausna sem og samhæfni og samþættingu þessara lausna við lífmetanframleiðslu. Jafnframt verður skoðuð, ásamt CIB, hönnun sjálfstæðra og skilvirkra lífmetanverksmiðja. Aðferðir verða þróaðar til að þróa orkugjafa sem munu að öllu leyti koma í stað kolefnisorkugjafa í landbúnaði. Ennfremur stefna samstarfsaðilarnir að því að BiogasDoneRight® aðferðin, sem verður þróuð enn frekar í þessu verkefni, verði samþykkt af meira en 400 bændum í lok verkefnisins.